TPI HREYFIGREINING
Sérhæfð hreyfigreining fyrir kylfinga sem vilja bæta hreyfigetu, liðleika og jafnvægi í hreyfingum sem skipta lykilmáli í golfsveiflunni.
TPI stendur fyrir Titleist Performance Institute – leiðandi á heimsvísu í greiningu og líkamsþjálfun kylfinga. Aðferðafræði TPI byggir á því að líkamsstaða og hreyfigeta hafi bein áhrif á hvernig þú sveiflar kylfunni, og greiningin hjálpar til við að finna út hvaða líkamlegu eiginleika þú ættir að leggja áherslu á að þjálfa.
TPI hreyfigreiningin er framkvæmd á Nesvöllum og tekur um 45 mínútur. Í greiningunni kemur í ljós hvar líkamlegir styrkleikar og veikleikar þínir liggja miðað við kröfur golfsveiflunnar. Út frá niðurstöðunum er búið til sérsniðið æfingaprógram í gegnum TPI kerfið. Þú færð fjórar útgáfur af prógraminu, 15-, 30-, 45- og 60 mínútna, svo þú getur valið æfingalengd eftir aðstæðum. Prógramið færðu sent í gegnum MyTPI appið, þar sem þú hefur aðgang að myndböndum og leiðbeiningum fyrir allar æfingarnar.
Fyrirspurnir:
📧 gudmundur@nkgolf.is
Athugið: Það getur verið 2–3 vikna bið eftir lausum tíma, svo gott er að leggja inn pöntun tímanlega.
Verð = 16.500 kr.
Ef þú vilt kynna þér meira um TPI og aðferðafræðina á bak við hreyfigreininguna geturðu skoðað www.mytpi.com, þar sem finna má ítarlegar upplýsingar, rannsóknir og viðtöl við kylfinga á öllum getustigum sem nota TPI í sinni þjálfun.

🔁 Betri hreyfifærni
🌀 Meiri liðleiki og jafnvægi
🛠️ Sérhannað æfingaprógram út frá hreyfigreiningu
📲 Myndbönd og leiðbeiningar í gegnum MyTPI appið
Einstaklingsmiðuð og árangursdrifin kennsla við bestu aðstæður
Kennslan hjá Guðmundi Erni er sniðin að þínum þörfum og markmiðum, með áherslu á fagmennsku og stöðugar framfarir. Með nýjustu tækni og fyrsta flokks aðstöðu færð þú umgjörð sem eykur bæði leikgleði og árangur. Þetta er þín kennsla, á þínum hraða, með skýrum fókus á árangur.
Umsagnir nemanda minna
★★★★★
,,Ég mæli eindregið með Guðmundi sem golfkennara.
Eftir aðeins nokkra tíma hjá honum var golfsveiflan hjá mér orðin mun betri og ég farin að slá bæði lengra og beinna.
Hann hefur einstakt lag og næmi fyrir því hvað betur mætti fara hjá manni og ennfremur mjög afslappaða og þægilega nærveru.
Hver tími með Guðmundi er því vel þess virði, bæði árangursríkur en ekki síst skemmtilegur“

Elísabet Einarsdóttir
★★★★★
Gummi er snillingur í einfalda flókna tækni og gefur manni góð ráð til þess að vinna með, hann sér til þess að maður einbeitir sér bara að því sem skiptir máli til þess að bæta leikinn og gerir það á skemmtilegan og árangursríkan hátt. Ég mæli hiklaust með Gumma fyrir öll þau sem vilja bæta leikinn.
