a

Guðmundur
Örn

Einstaklingsmiðuð Golfkennsla

Guðmundur
Örn

Einstaklingsmiðuð Golfkennsla

FINNUM ÞÍNA LEIÐ

Hugmyndafræðin mín

Ég vinn út frá þeirri hugmyndafræði að engir tveir kylfingar séu eins. Við höfum öll mismunandi líkamsbyggingu, hreyfigetu, styrkleika og takmarkanir – og því ætti kennslan að vera sniðin að hverjum og einum, en ekki mótuð eftir einni „réttri“ sveiflu.

Þegar ég kenni, horfi ég fyrst á hvað líkaminn þinn leyfir þér að gera á náttúrulegan hátt. Ég vinn með styrkleikana þína, hjálpa þér að bæta veikleikana og finn lausnir sem henta þér, frekar en að setja þig í fyrirfram ákveðið form.

Með þessu færðu sveiflu sem þú getur treyst, endurtekið og spilað með án þess að berjast gegn þínum náttúrulegu hreyfingum og þeim líkamlegu takmörkunum sem geta verið til staðar. Markmiðið er einfalt: að þú getir fundið góða höggstöðu á þínum eigin forsendum, og að þú lærir að leiðrétta þig sjálf/ur þegar eitthvað fer úrskeiðis.

Það er algengur misskilningur að golfsveifla þurfi að líta út á ákveðinn hátt til að hún sé árangursrík, eins og sést vel þegar sveiflur margra atvinnukylfinga eru bornar saman. Hér að neðan má til dæmis sjá mikinn mun á hvernig sveiflur tólf núverandi og fyrrum atvinnumanna líta út í efstu stöðu sveiflunnar. Þau eiga þó öll sameiginlegt að hafa komist í hóp bestu kylfinga heims.

Ef þú vilt lesa meira um kylfingana geturðu smellt á nöfnin þeirra hér á eftir. Kylfingarnir eru Calvin Peete, Ricky Fowler, Rory Mcilroy, Jon Rahm, John Daly, Jack Nicklaus, Dustin Johnson, Matthew Wolff, Nelly Korda, Scottie Scheffler, Matt Kuchar og Jim Furyk.

Vinsælar þjálfunarleiðir

Einka-, para- og hóptímar

$

Golfnámskeið

$

Byrjendapakki

$

Umsagnir nemenda

Besti kennari sem ég hef verið hjá

„Gummi er frábær golfkennari. Hann heldur svo vel utan um mann, hvetjandi og með mikla eftirfylgni. Ég fór í meistaramót í klúbbnum mínum í þrjá daga og hann fylgdist með mér og hvatti áfram allan tímann. Gummi er besti kennari sem ég hef verið hjá“.

– Helga Sigurðardóttir

Alveg einstakur golfkennari

„Guðmundur Örn er alveg einstakur golfkennari og gef ég honum mín bestu meðmæli. Hvers vegna? Jú hann er einstaklega natinn, hvetjandi og aðlagar kennsluna að hverjum nema. Byggir upp færni í þrepum og fyrir mig sem miðaldra konu með stirðleika í mörgum liðum er það nauðsynlegt. Ekkert „svona á þetta að vera og þú þarft að vinna með það“. Finnur alltaf leiið fyrir mig til að hitta hvítu kúluna betur sem er lokamarkmiðið“.

– Sigríður Heiða Bragadóttir

Þá loksins fattaði ég þetta

„Ég hef verið hjá nokkrum golfkennurum í gegnum tíðina og líka prófað að fara í fría kennslu hjá golfkennaranemum þegar það hefur verið í boði, en engum hafði tekist að útskýra fyrir mér hvað ég var að gera rangt. Ég fór svo til Gumma og hann gat sýnt mér með golfherminum hvað ég var að gera vitlaust. Þá loksins fattaði ég þetta!“

– Þorvarður Árni

Hver tími árangursríkur en ekki síst skemmtilegur

Ég mæli eindregið með Guðmundi sem golfkennara. Eftir aðeins nokkra tíma hjá honum var golfsveiflan hjá mér  orðin mun betri og ég farin að slá bæði lengra og beinna. Hann hefur einstakt lag og næmi fyrir því hvað betur mætti fara hjá manni og ennfremur mjög afslappaða og þægilega nærveru. Hver tími með Guðmundi er því vel þess virði, bæði árangursríkur en ekki síst skemmtilegur.

– Elísabet Einarsdóttir

Gæti ekki mælt meira með!

„Ég fór í einn einkatíma hjá Gumma eftir að hafa ekki náð að spila í smá tíma og var lentur í vandræðum með sveifluna mína. Það tók ekki langan tíma fyrir hann að sjá hvað ég væri að gera rangt og eftir nokkrar hnitmiðaðar æfingar var ég byrjaður að slá betur en ég hafði gert nokkurntímann áður. Ég mun 100% kíkja til hans aftur til að vinna í öðrum þáttum leiksins. Gæti ekki mælt meira með!“

– Álfgeir Önnuson

Snillingur í að einfalda flókna tækni

„Gummi er snillingur í einfalda flókna tækni og gefur manni góð ráð til þess að vinna með, hann sér til þess að maður einbeitir sér bara að því sem skiptir máli til þess að bæta leikinn og gerir það á skemmtilegan og árangursríkan hátt. Ég mæli hiklaust með Gumma fyrir öll þau sem vilja bæta leikinn.“

– Aðalsteinn Pálsson

Langbesti golftími sem ég hef farið í

„Ég hef spilað golf í 15 ár og fariði í tugii einkatíma hjá alls konar kennurum. Ég fór í tíma til Gumma síðasta sumar og það var langbesti golftími sem ég hef farið í“

– Þórir Kristinsson

Eitthvað við Guðmund sem stóð upp úr

„Guðmundur tók okkur feðgana saman í kennslu. Ég hef farið til marga góðra kennara en það var eitthvað við Guðmund sem stóð upp úr. Pabbi minn hefur aldrei slegið kúluna svona vel áður. Ég myndi alltaf mæla með honum hvort sem þú ert byrjandi eða búinn að stunda þessa íþrótt lengi.“

– Gestur Leó

Bókaðu tíma núna

!

0
    0
    Karfa
    Karfan er tóm