EINKAKENNSLA, PARAKENNSLA OG HÓPKENNSLA
Bókaðu tíma hér að neðan
Einkakennsla, parakennsla og hópkennsla, sniðin að þörfum hvers og eins – Í boði eru 30, 45 og 60 mínútna tímar. Bókaðu tíma og taktu skref í átt að betra golfi strax í dag.
Hvort sem þú vilt vinna í grunnatriðum sveiflunnar, fínstilla ákveðin högg eða fá reglulega leiðsögn yfir tímabil, þá eru einka-, para- og hóptímar sveigjanleg leið til að bæta leikinn á þínum forsendum. Tímarnir eru sniðnir að þörfum og óskum hvers og eins – hvort sem þú kemur einn, með félaga eða í litlum hópi.
Þú getur bókað tíma hér á síðunni eða sent póst á gudmundur@nkgolf.is.

👤 Einstaklingsmiðuð golfkennsla með fókus á það sem skiptir þig máli
⏱️ Val um 30, 45 eða 60 mínútna tíma
👫 Bókaðu einn, með félaga eða í litlum hópi
🏌️♂️ Hentar bæði byrjendum og lengra komnum
Einstaklingsmiðuð og árangursdrifin kennsla við bestu aðstæður
Kennslan hjá Guðmundi Erni er sniðin að þínum þörfum og markmiðum, með áherslu á fagmennsku og stöðugar framfarir. Með nýjustu tækni og fyrsta flokks aðstöðu færð þú umgjörð sem eykur bæði leikgleði og árangur. Þetta er þín kennsla, á þínum hraða, með skýrum fókus á árangur.
Umsagnir nemanda minna
★★★★★
,,Ég mæli eindregið með Guðmundi sem golfkennara.
Eftir aðeins nokkra tíma hjá honum var golfsveiflan hjá mér orðin mun betri og ég farin að slá bæði lengra og beinna.
Hann hefur einstakt lag og næmi fyrir því hvað betur mætti fara hjá manni og ennfremur mjög afslappaða og þægilega nærveru.
Hver tími með Guðmundi er því vel þess virði, bæði árangursríkur en ekki síst skemmtilegur“

Elísabet Einarsdóttir
★★★★★
Gummi er snillingur í einfalda flókna tækni og gefur manni góð ráð til þess að vinna með, hann sér til þess að maður einbeitir sér bara að því sem skiptir máli til þess að bæta leikinn og gerir það á skemmtilegan og árangursríkan hátt. Ég mæli hiklaust með Gumma fyrir öll þau sem vilja bæta leikinn.
