a

SÉRSNIÐIÐ STYRKTARPRÓGRAM

Viltu líða betur, slá lengra og minnka líkur á meiðslum?

Þá gæti sérsniðið styrktarprógram verið nákvæmlega það sem þú þarft!

Í námi mínu til M.Sc. gráðu í íþróttavísindum og þjálfun sérhæfði ég mig í styrktarþjálfun kylfinga. Rannsóknir sýna að styrktarþjálfun hefur jákvæð áhrif á frammistöðu og dregur úr meiðslahættu hjá kylfingum á öllum getustigum — meðal annars með því að auka sveifluhraða og bæta getu líkamans til að þola álagið sem fylgir mikilli golfiðkun.

Hvernig virkar þetta?

Þegar þú leggur inn pöntun færðu sendan spurningalista sem hjálpar mér að móta prógram sem hentar þér og þínum þörfum. Þar spyr ég m.a. um:

  • markmiðin þín

  • æfinga- og meiðslasögu

  • aðgengi að æfingaaðstöðu

  • hversu oft þú vilt og getur æft

Næstu skref:

Við finnum tíma til að hittast á Nesvöllum þar sem ég kenni þér æfingarnar og hvernig á að byggja álagið upp á öruggan og árangursríkan hátt. Þú hefur svo aðgang að myndböndum og leiðbeiningum með öllum æfingunum í gegnum MyTPI appið.

Athugið: Það getur verið 2–3 vikna bið eftir æfingakennslu, svo gott er að leggja inn pöntun tímanlega.

Fyrirspurnir:
📧 gudmundur@nkgolf.is

Verð = 30.000 kr.

  • ✅ Sérsniðið æfingaplan að þínum þörfum
  • 💥 Meiri sveifluhraði og lengri högg
  • 🛡️ Minni líkur á meiðslum
  • 📲 Æfingamyndbönd og leiðbeiningar í gegnum MyTPI appið

Ekki til á lager

Einstaklingsmiðuð og árangursdrifin kennsla við bestu aðstæður

Kennslan hjá Guðmundi Erni er sniðin að þínum þörfum og markmiðum, með áherslu á fagmennsku og stöðugar framfarir. Með nýjustu tækni og fyrsta flokks aðstöðu færð þú umgjörð sem eykur bæði leikgleði og árangur. Þetta er þín kennsla, á þínum hraða, með skýrum fókus á árangur.

Umsagnir nemanda minna

★★★★★

,,Ég mæli eindregið með Guðmundi sem golfkennara.
Eftir aðeins nokkra tíma hjá honum var golfsveiflan hjá mér orðin mun betri og ég farin að slá bæði lengra og beinna.
Hann hefur einstakt lag og næmi fyrir því hvað betur mætti fara hjá manni og ennfremur mjög afslappaða og þægilega nærveru.
Hver tími með Guðmundi er því vel þess virði, bæði árangursríkur en ekki síst skemmtilegur“

Elísabet
Elísabet Einarsdóttir
★★★★★

Gummi er snillingur í einfalda flókna tækni og gefur manni góð ráð til þess að vinna með, hann sér til þess að maður einbeitir sér bara að því sem skiptir máli til þess að bæta leikinn og gerir það á skemmtilegan og árangursríkan hátt. Ég mæli hiklaust með Gumma fyrir öll þau sem vilja bæta leikinn. 

Aðalsteinn Pálsson
0
    0
    Karfa
    Karfan er tóm