Golfnámskeið
Næstu hádegisnámskeið fara af stað fyrstu vikuna í janúar 2025!
Fjölbreytt golfnámskeið sem eru kennd í hádeginu yfir vetrartímann. Hádegisnámskeiðin voru vinsælustu námskeiðin veturinn 23/24 og komust færri að en vildu. Til að tryggja gæði kennslunnar er aðeins pláss fyrir 4 nemendur á hverju námskeiði sem gefur tækifæri á einstaklingsmiðaðri nálgun. Námskeiðin eru hugsuð fyrir einstaklinga sem eru byrjaðir í golfi og vilja ná betri tökum á öllum helstu höggunum. Unnið er í stöðvaþjálfun þar sem farið er yfir öll mikilvægustu atriðin bæði í langa og stutta spilinu.
Fríðindi:
- Allir nemendur á golfnámskeiðum hjá Guðmundi Erni fá 20% afslátt af einka- og parakennslu á meðan námskeiðstímanum stendur.
- Öllum nemendum á hádegisnámskeiðum hjá Guðmundi Erni stendur til boða að kaupa eitt 10x30 mín klippikort í golfherma Nesklúbbsins á 15% afslætti.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að senda póst á gudmundur@nkgolf.is
eða hringt í síma 8491996
Meiri færni og þekking á öllum helstu höggunum.
Markviss leiðsögn fyrir kylfinga á öllum getustigum.
Einstaklingsmiðuð kennsla í litlum hópum.
Betri árangur á vellinum með einföldum ráðum.
Þú getur borgað með apple pay eða greiðslukorti á öruggri greiðslugátt síðunnar.
Einstaklingsmiðuð og árangursdrifin kennsla við bestu aðstæður
Kennslan hjá Guðmundi Erni er sniðin að þínum þörfum og markmiðum, með áherslu á fagmennsku og stöðugar framfarir. Með nýjustu tækni og fyrsta flokks aðstöðu færð þú umgjörð sem eykur bæði leikgleði og árangur. Þetta er þín kennsla, á þínum hraða, með skýrum fókus á árangur.
Umsagnir nemanda minna
★★★★★
,,Ég mæli eindregið með Guðmundi sem golfkennara.
Eftir aðeins nokkra tíma hjá honum var golfsveiflan hjá mér orðin mun betri og ég farin að slá bæði lengra og beinna.
Hann hefur einstakt lag og næmi fyrir því hvað betur mætti fara hjá manni og ennfremur mjög afslappaða og þægilega nærveru.
Hver tími með Guðmundi er því vel þess virði, bæði árangursríkur en ekki síst skemmtilegur“
Elísabet Einarsdóttir
★★★★★
,,Gummi er snillingur í einfalda flókna tækni og gefur manni góð ráð til þess að vinna með, hann sér til þess að maður einbeitir sér bara að því sem skiptir máli til þess að bæta leikinn og gerir það á skemmtilegan og árangursríkan hátt. Ég mæli hiklaust með Gumma fyrir öll þau sem vilja bæta leikinn.“