×

Guðmundur ÖrnGolfkennnsla

Einstaklingsmiðuð golfkennsla og styrktarþjálfun fyrir kylfinga á öllum getustigum

Einstaklingsmiðuð golfkennsla og styrktarþjálfun fyrir kylfinga á öllum getustigum

Finnum þína leið

Það er engin ein rétt leið til að sveifla golfkylfu, eins og sést augljóslega þegar sveiflur margra bestu kylfinga heims eru bornar saman. Til þess að slá vel þarftu fyrst og fremst að geta stjórnað því hvar og hvernig kylfan fer í jörðina, í hvaða átt kylfan sveiflast þegar þú hittir boltann og hvernig kylfuhausinn snýr þegar þú hittir boltann. Ég hjálpa þér að bæta þessa þætti – með leið sem hentar þér.

 

Golfkennsla allt árið við bestu mögulegu aðstæður

Nesklúbburinn býr yfir einni bestu æfinga- og kennsluaðstöðu landsins, bæði úti og inni. Þú getur því bókað tíma í golfkennslu allan ársins hring, sama hvernig viðrar, við bestu mögulegu aðstæður.

Bættu sveifluhraðann

Sveifluhraði hefur áhrif á hversu langt við getum slegið og fyrir hverja mílu sem við aukum sveifluhraðann með driver getum við bætt 2-3 metrum við högglengdina. Rannsóknir hafa sýnt að kylfingar á öllum aldri og getustigum geta aukið sveifluhraðan sinn um 4-6% með reglulegri styrktarþjálfun í nokkrar vikur.

Menntun og réttindi

M.Sc. Íþróttavísindi og þjálfun

Lokaverkefni: Report of physical fitness in Icelandic national and elite golfers and its relationship with clubhead speed.

M.Ed. Heilsuþjálfun og kennsla

Lokaverkefni: Styrktarþjálfun barna og unglinga: handbók fyrir íþróttaþjálfara og kennara.
Starfsréttindi: Kennari.

Trackman level 2

Öll sveiflukennsla á veturna fer fram í Trackman golfhermi sem mælir boltaflugið á nákvæman hátt. Ég hef lokið tveimur námskeiðum á vegum Trackman og hef réttindin Trackman professional level 2.

Titleist performance institute (TPI) level 1

Hugmyndafræði TPI: „Það eru óendanlega margar leiðir til að sveifla golfkylfu. Sú leið sem hentar hverjum og einum best fer eftir líkamlegri getu og takmörkunum viðkomandi.

M.Sc. Íþróttavísindi og þjálfun

Lokaverkefni: Report of physical fitness in Icelandic national and elite golfers and its relationship with clubhead speed.

M.Ed. Heilsuþjálfun og kennsla

Lokaverkefni: Styrktarþjálfun barna og unglinga: handbók fyrir íþróttaþjálfara og kennara.
Starfsréttindi: Kennari.

Trackman level 2

Öll sveiflukennsla á veturna fer fram í Trackman golfhermi sem mælir boltaflugið á nákvæman hátt. Ég hef lokið tveimur námskeiðum á vegum Trackman og hef réttindin Trackman professional level 2.

Titleist performance institute (TPI) level 1

Hugmyndafræði TPI: „Það eru óendanlega margar leiðir til að sveifla golfkylfu. Sú leið sem hentar hverjum og einum best fer eftir líkamlegri getu og takmörkunum viðkomandi.

Meðmæliúr kennslu