Guðmundur ÖrnGolfkennnsla

Einstaklingsmiðuð golfkennsla og styrktarþjálfun sniðin að þínum þörfum. Settu þér markmið fyrir sumarið og æfðu undir leiðsögn þjálfara við bestu mögulegu aðstæður.

Guðmundur ÖrnGolfkennsla

Guðmundur Örn Árnason er golfkennari hjá Nesklúbbnum og íþróttafræðingur. 

Einstaklingsmiðuð golfkennsla og styrktarþjálfun sniðin að þínum þörfum.

Settu þér markmið fyrir sumarið og æfðu undir handleiðslu þjálfara við bestu mögulegu aðstæður.

Æfðu golf við bestu aðstæður

Með tilkomu golfherma hafa skapast frábær tækifæri fyrir íslenska kylfinga til að æfa almennilega á veturna og spila sitt besta golf um leið og vellirnir opna á vorin.

Einkatímar í átt að markmiðum

Reglulegir einkatímar með þjálfara auka líkurnar á því að þú náir markmiðum þínum fyrir sumarið. Með kaupum á klippikorti eða pakkatilboði sem hentar þér færðu markvissa þjálfun og magnafslátt í leiðinni.

Bættu sveifluhraðann

Sveifluhraði hefur áhrif á hversu langt við getum slegið og fyrir hverja mílu sem við aukum sveifluhraðann með driver getum við bætt 2-3 metrum við högglengdina. Rannsóknir hafa sýnt að kylfingar á öllum aldri og getustigum geta aukið sveifluhraðan sinn um 4-6% með reglulegri styrktarþjálfun í nokkrar vikur.

Menntun og réttindi

M.Sc. Íþróttavísindi og þjálfun

Guðmundur kláraði M.Sc. gráðu í íþróttavísindum og þjálfun vorið 2019. Námið var kostað af HR og GSÍ með það meginmarkmið að efla þjálfun bestu kylfinga landsins. Hlutverk Guðmundar var meðal annars að mæla líkamlega getu íslenskra landsliðs- og atvinnukylfinga og útbúa sérsniðnar æfingaáætlanir fyrir hvern kylfing út frá niðurstöðunum.

M.Ed. Heilsuþjálfun og kennsla

Guðmundur útskrifaðist með M.Ed. gráðu í heilsuþjálfun og kennslu vorið 2020. Í náminu var fjallað ítarlega um helstu rannsóknir og kenningar í kennslufræði með sérstaka áherslu á hreyfifærni og hreyfinám. Við útskriftina hlaut Guðmundur starfsleyfi sem kennari frá Menntamálastofnun.

Trackman level 1 og 2 réttindi

Öll sveiflukennsla yfir vetrartímann fer fram í Trackman golfhermi. Trackman mælir öll mikilvægustu atriðin sem hafa áhrif á boltaflugið með nákvæmum hætti. Guðmundur hefur lokið tveimur námskeiðum á vegum Trackman og hefur réttindin “Trackman professional level 2” leiðbeinandi.

TPI level 1 réttindi

Titleist Performance Institute (TPI) hefur í yfir 20 ár helgað sig rannsóknum á hreyfingum líkamans í golfsveiflunni. Hugmyndafræði TPI byggir á að það séu til óteljandi leiðir til þess að sveifla golfkylfu og að sú leið sem hentar hverjum og einum best fer eftir líkamlegri getu og takmörkunum viðkomandi.

Meðmæliúr kennslu

Markvissari  þjálfun í formi klippikorta