Golf fyrir byrjendur
Fullkominn pakki fyrir byrjendur sem vilja geta valið sjálfir hvenær kennslan fer fram og vilja enn persónulegri kennslu heldur en á hefðbundnum byrjendanámskeiðum þar sem eru 3-4 einstaklingar saman.
Kennslan skiptist í:
- 30 mín kennslu í púttum
- 30 mín kennslu í vippum
- 30 mín kennslu í fleyghöggum
- 30 mín kennslu í fullri sveiflu
Pakkinn inniheldur fyrirfram ákveðnar æfingar sem þjálfa mikilvægustu atriðin í helstu höggunum. Hægt er að velja um að taka pakkann út í tveimur 60 mínútna tímum eða fjórum 30 mínútna tímum, allt eins og hentar þér/ykkur best!
Fyrirfram ákveðnar æfingar sem þjálfa grunninn í helstu höggunum.
Áhersla á einfaldleika og skemmtun.
Persónuleg og einstaklingsmiðuð kennsla.
Frábær grunnur fyrir alla sem vilja koma sér af stað í golfi.
Þú getur borgað með apple pay eða greiðslukorti á öruggri greiðslugátt síðunnar.
Einstaklingsmiðuð og árangursdrifin kennsla við bestu aðstæður
Kennslan hjá Guðmundi Erni er sniðin að þínum þörfum og markmiðum, með áherslu á fagmennsku og stöðugar framfarir. Með nýjustu tækni og fyrsta flokks aðstöðu færð þú umgjörð sem eykur bæði leikgleði og árangur. Þetta er þín kennsla, á þínum hraða, með skýrum fókus á árangur.
Umsagnir nemanda minna
★★★★★
,,Ég mæli eindregið með Guðmundi sem golfkennara.
Eftir aðeins nokkra tíma hjá honum var golfsveiflan hjá mér orðin mun betri og ég farin að slá bæði lengra og beinna.
Hann hefur einstakt lag og næmi fyrir því hvað betur mætti fara hjá manni og ennfremur mjög afslappaða og þægilega nærveru.
Hver tími með Guðmundi er því vel þess virði, bæði árangursríkur en ekki síst skemmtilegur“
Elísabet Einarsdóttir
★★★★★
Gummi er snillingur í einfalda flókna tækni og gefur manni góð ráð til þess að vinna með, hann sér til þess að maður einbeitir sér bara að því sem skiptir máli til þess að bæta leikinn og gerir það á skemmtilegan og árangursríkan hátt. Ég mæli hiklaust með Gumma fyrir öll þau sem vilja bæta leikinn.