Aðstaðan
Nesvellir
Æfðu við bestu aðstæður allt árið
Æfingaaðstaða Nesklúbbsins er í hæsta gæðaflokki og býður kylfingum allt sem þeir þurfa til að bæta leik sinn. Á veturna fer öll kennsla fram á Nesvöllum, inniaðstöðu klúbbsins á Austurströnd 5. Í aðstöðunni eru Trackman golfhermar sem greina helstu áhrifavalda boltaflugsins á nákvæman hátt. Aðstaðan er einnig búin stórri gervigrasflöt sem hentar vel til vipp- og púttkennslu yfir vetrartímann, ásamt lyftingaraðstöðu þar sem æfingakennsla fyrir styrktarprógrömm fer fram.