a

SPILKENNSLA

Spilkennsla fyrir kylfinga sem vilja bæta leikinn þar sem það skiptir mestu máli: á vellinum sjálfum.

Gengur vel á æfingasvæðinu en illa úti á velli? 
Í spilkennslu göngum við saman 9 holur á Nesvelli og ég skoða meðal annars:

  • Leikskipulag

  • Ákvarðanatöku

  • Hvaða þættir leiksins halda mest aftur af þér

Gott leikskipulag í golfi skiptir öllu máli ef markmiðið er að spila á sem fæstum höggum.
Á meðan spilkennslu stendur færðu hagnýt ráð sem nýtast strax til að lækka skorið.
Eftir spilkennsluna færðu markvissar æfingaleiðbeiningar byggðar á þínum styrkleikum og veikleikum.

Spilkennsla fer fram á Nesvelli, nema sérstaklega sé samið um annað. Ef óskað er eftir kennslu á öðrum velli þarf leyfi frá viðkomandi klúbbi og golfkennara.

Fyrirspurnir:
📧 gudmundur@nkgolf.is

Athugið: Það getur verið 2–3 vikna bið eftir spilkennslu, svo gott er að leggja inn pöntun tímanlega.

Verð fyrir einstakling = 32.000 kr. (vallargjald ekki innifalið).
Verð fyrir tvo saman = 40.000 kr. (vallargjald ekki innifalið).

  • 🧠 Betra leikskipulag og ákvarðanataka á golfvellinum

  • 📉 Betra skor með hagnýtum ráðum

  • ⛳ Golfkennsla í raunverulegum aðstæðum

  • 🗓️ 9 holur með golfkennara á vellinum

 

Einstaklingsmiðuð og árangursdrifin kennsla við bestu aðstæður

Kennslan hjá Guðmundi Erni er sniðin að þínum þörfum og markmiðum, með áherslu á fagmennsku og stöðugar framfarir. Með nýjustu tækni og fyrsta flokks aðstöðu færð þú umgjörð sem eykur bæði leikgleði og árangur. Þetta er þín kennsla, á þínum hraða, með skýrum fókus á árangur.

Umsagnir nemanda minna

★★★★★

,,Ég mæli eindregið með Guðmundi sem golfkennara.
Eftir aðeins nokkra tíma hjá honum var golfsveiflan hjá mér orðin mun betri og ég farin að slá bæði lengra og beinna.
Hann hefur einstakt lag og næmi fyrir því hvað betur mætti fara hjá manni og ennfremur mjög afslappaða og þægilega nærveru.
Hver tími með Guðmundi er því vel þess virði, bæði árangursríkur en ekki síst skemmtilegur“

Elísabet
Elísabet Einarsdóttir
★★★★★

Gummi er snillingur í einfalda flókna tækni og gefur manni góð ráð til þess að vinna með, hann sér til þess að maður einbeitir sér bara að því sem skiptir máli til þess að bæta leikinn og gerir það á skemmtilegan og árangursríkan hátt. Ég mæli hiklaust með Gumma fyrir öll þau sem vilja bæta leikinn. 

Aðalsteinn Pálsson
0
    0
    Karfa
    Karfan er tóm