Styrkur og hreyfigreining
Styrkur og hreyfigreining TPI með Guðmundi Erni – Sérsniðin þjálfunaráætlun fyrir þinn árangur!
Fáðu þjálfunarprógramm sérsniðið að þínum þörfum og bættu líkamlega færni og árangur á golfvellinum leiðinni. Með sérsniðinni nálgun, byggðri á spurningalista og hreyfigreiningu getur þú tryggt að æfingaplanið henti þínum þörfum. Öll æfingaprógrömm eru send á viðskiptavini í gegnum sérstakt MyTPI appið þar sem eru leiðbeiningar um framkvæmd æfinga ásamt skýringarmyndböndum.
Þú getur valið úr eftirfarandi leiðum:
1. Sérsniðið styrktarprógram
Fyrir kylfinga sem vilja leggja áherslu á að byggja upp líkamlegan styrk sem getur meðal annars aukiði högglengd og minnkað meiðslahættu.
- Þú svarar spurningalista sem gefur innsýn í líkamlega færni þína, markmið, aðbúnaðinn sem þú hefur og hversu mikið þú vilt æfa.
- Út frá svörunum bý ég til styrktarprógram sem hentar þér og þínum þörfum.
- Við finnum tíma til að hittast á Nesvöllum þar sem ég kenni þér að gera æfingarnar rétt og hvernig þú átt að byggja upp álagið. Æfingakennslan tekur um 45 mínútur. Ef einhverjar æfingar í prógraminu henta þér illa þá skiptum við þeim út fyrir aðrar, þangað til prógramið hentar þér.
- Þú færð prógramið sent í gegnum MyTPI appið þar sem þú hefur aðgang að myndböndum af öllum æfingunum.
2. TPI hreyfigreining
Sérsniðið æfingaprógram fyrir kylfinga sem vilja leggja áherslu á aukna hreyfigetu, liðleiðleika og jafnvægi í hreyfingum sem skipta lykilmáli í golfsveiflunni.
- Þú svarar spurningalista sem gefur innsýn í líkamlega færni þína, markmið, aðbúnaðinn sem þú hefur og hversu mikið þú vilt æfa.
- Við finnum tíma til að hittast á Nesvöllum og ég fer með þig í gegnum TPI hreyfigreiningu sem tekur um 45 mínútur. Í hreyfigreiningunni kemur í ljós hvar líkamlegir styrkleikar og veikleikar þínir liggja út frá golfsveiflunni.
- TPI appið hannar prógram sem er sérsniðið að þér út frá niðurstöðum hreyfigreiningarinnar. Þú færð fjórar mismunandi útgáfur af æfingaáætlun: 15-, 30, 45- og 60 mínútur, þannig að þú getir valið hversu lengi þú vilt æfa hverju sinni.
- Þú færð prógramið sent í gegnum MyTPI appið þar sem þú hefur aðgang að myndböndum af öllum æfingunum.
3. Styrktarprógram og TPI hreyfigreining
Fyrir kylfinga sem vilja taka líkamlega þáttinn í gegn frá A-Ö.
- Þú svarar spurningalista sem gefur innsýn í líkamlega færni þína, markmið, aðbúnaðinn sem þú hefur og hversu mikið þú vilt æfa.
- Út frá svörunum bý ég til styrktarprógram sem hentar þér og þínum þörfum.
- Við finnum tíma til að hittast á Nesvöllum þar sem ég kenni þér að gera æfingarnar rétt og fer einnig með þig í gegnum TPI hreyfigreiningu. Heildartíminn er um 90 mínútur þar sem hreyfigreiningin tekur um 45 mínútur og æfingakennslan tekur um 45 mínútur.
- TPI appið hannar prógram sem er sérsniðið að þér út frá niðurstöðum hreyfigreiningarinnar. Þú færð fjórar mismunandi útgáfur af æfingaáætlun: 15-, 30, 45- og 60 mínútur, þannig að þú getir valið hversu lengi þú vilt æfa hverju sinni.
- Þú færð prógrömin, bæði styrktarprógramið og TPI prógramið sent í gegnum MyTPI appið þar sem þú hefur aðgang að myndböndum af öllum æfingunum.
Pöntun og bókun:
Þegar þú hefur valið þér það prógram sem hentar þér best og lagt inn pöntun færðu sendan spurningalista frá mér í tölvupósti sem þú svarar eftir bestu getu. Við finnum svo tíma til að hittast á Nesvöllum þar sem ég kenni þér að gera æfingarnar og/eða fer með þig í gegnum TPI hreyfigreiningu. Þetta er einstakt tækifæri til að bæta líkamlega færni þína með faglegri og sérsniðinni nálgun. Skráðu þig í dag og stígðu fyrsta skrefið í átt að auknum styrk, meiri hreyfigetu og betri golfleik!
Meiri styrkur og betri hreyfifærni.
Auknar líkur á meiri sveifluhraða.
Minni líkur á meiðslum.
Myndbönd af öllum æfingum í gegnum MyTPI appið.
Þú getur borgað með apple pay eða greiðslukorti á öruggri greiðslugátt síðunnar.
Einstaklingsmiðuð og árangursdrifin kennsla við bestu aðstæður
Kennslan hjá Guðmundi Erni er sniðin að þínum þörfum og markmiðum, með áherslu á fagmennsku og stöðugar framfarir. Með nýjustu tækni og fyrsta flokks aðstöðu færð þú umgjörð sem eykur bæði leikgleði og árangur. Þetta er þín kennsla, á þínum hraða, með skýrum fókus á árangur.
Umsagnir nemanda minna
★★★★★
,,Ég mæli eindregið með Guðmundi sem golfkennara.
Eftir aðeins nokkra tíma hjá honum var golfsveiflan hjá mér orðin mun betri og ég farin að slá bæði lengra og beinna.
Hann hefur einstakt lag og næmi fyrir því hvað betur mætti fara hjá manni og ennfremur mjög afslappaða og þægilega nærveru.
Hver tími með Guðmundi er því vel þess virði, bæði árangursríkur en ekki síst skemmtilegur“
Elísabet Einarsdóttir
★★★★★
,,Gummi er snillingur í einfalda flókna tækni og gefur manni góð ráð til þess að vinna með, hann sér til þess að maður einbeitir sér bara að því sem skiptir máli til þess að bæta leikinn og gerir það á skemmtilegan og árangursríkan hátt. Ég mæli hiklaust með Gumma fyrir öll þau sem vilja bæta leikinn.“