a

Einka og paratímar

Einka og paratímar
Einka og paratímar eru sérsniðnir að þörfum þínum og veita þér tækifæri til að bæta þig með persónulegri leiðsögn. Hér getur þú valið þá tímalengd sem hentar þér best, allt eftir því hvað þú vilt leggja áherslu á:

 

  • Hálftíma einkatími:
    Hentar best ef þú vilt einbeita þér að einu atriði í tímanum, t.d. bara járnahögg, bara vipp eða bara drive.
  • 45 mínútna einkatími:
    Hentar best ef þú vilt fara yfir tvö atriði í tímanum, t.d. járnahögg og drive, eða vipp og pútt. Þessi tími býður upp á meiri dýpt í kennslunni og tækifæri til að fá heildrænni yfirsýn yfir það sem skiptir mestu máli.
  • Klukkutíma einkatími:
    Hentar best ef þú vilt vinna í fjölbreyttum atriðum, t.d. járnahögg, drive og vipp. Þetta er besta leiðin til að fara ítarlega yfir það sem skiptir mestu máli og fá hagnýt ráð sem þú getur tekið með þér út á völl.

Parakennsla
Golfkennsla fyrir tvo saman er frábær leið til að læra í góðum félagsskap og njóta tímans saman í kennslunni:

  • Hálftíma parakennsla:
    Hentar vel ef báðir aðilar vilja vinna í sama atriði, t.d. járnahögg eða vipp. Þessi tími er stuttur en árangursríkur fyrir pör eða vini sem vilja fá sameiginlega leiðsögn.

Ef þið viljið leggja áherslu á fleiri atriði eða fá meiri tíma fyrir ítarlegri kennslu, er hægt að lengja tímann og aðlaga hann að ykkar óskum.


Athugið
Listinn hér að ofan er ekki tæmandi og aðeins til að gefa hugmynd um hvað hægt er að vinna með á hverjum tíma. Allir tímar eru sérsniðnir að þínum þörfum og markmiðum, hvort sem þú ert að vinna að smáatriðum eða stóru myndinni í leiknum þínum.

Pöntun og bókun:
Þú getur pantað tíma hér á síðunni, og ég mun hafa samband innan sólarhrings. Ef þú vilt flýta fyrir geturðu einnig bókað beint í gegnum Noona.

Markmið mitt er að hjálpa þér að ná framförum á þínum forsendum. Við vinnum saman að því að bæta leikinn og auka leikgleðina!

Sérsniðnir að þínum óskum.

Markviss leiðsögn fyrir kylfinga á öllum getustigum.

Á þínum hraða, með þínum markmiðum.

Betri árangur á vellinum með einföldum og markvissum ráðum.

Besta leiðin til að tryggja sér tíma og skoða úrval í einka- og parakennslu er beint í gegnum noona.

Þú getur borgað með apple pay eða greiðslukorti á öruggri greiðslugátt síðunnar.

Einstaklingsmiðuð og árangursdrifin kennsla við bestu aðstæður

Kennslan hjá Guðmundi Erni er sniðin að þínum þörfum og markmiðum, með áherslu á fagmennsku og stöðugar framfarir. Með nýjustu tækni og fyrsta flokks aðstöðu færð þú umgjörð sem eykur bæði leikgleði og árangur. Þetta er þín kennsla, á þínum hraða, með skýrum fókus á árangur.

Umsagnir nemanda minna

★★★★★

,,Ég mæli eindregið með Guðmundi sem golfkennara.
Eftir aðeins nokkra tíma hjá honum var golfsveiflan hjá mér orðin mun betri og ég farin að slá bæði lengra og beinna.
Hann hefur einstakt lag og næmi fyrir því hvað betur mætti fara hjá manni og ennfremur mjög afslappaða og þægilega nærveru.
Hver tími með Guðmundi er því vel þess virði, bæði árangursríkur en ekki síst skemmtilegur“

Elísabet
Elísabet Einarsdóttir
★★★★★

Gummi er snillingur í einfalda flókna tækni og gefur manni góð ráð til þess að vinna með, hann sér til þess að maður einbeitir sér bara að því sem skiptir máli til þess að bæta leikinn og gerir það á skemmtilegan og árangursríkan hátt. Ég mæli hiklaust með Gumma fyrir öll þau sem vilja bæta leikinn. 

Aðalsteinn Pálsson
0
    0
    Karfa
    Karfan er tóm