AÐSTAÐAN
Sem golfkennari hjá Nesklúbbnum hef ég aðgang að einni bestu kennsluaðstöðu landsins og get því boðið upp á kennslu við bestu mögulegu aðstæður allt árið um kring. Á veturna fer öll kennsla fram innandyra en á sumrin fer megnið af kennslunni fram úti. Það er þó einnig hægt að óska eftir kennslu inni á sumrin, sem getur t.d. verið gott ef veðrið er mjög slæmt eða ef við viljum fá nákvæma endurgjöf í golfhermi um ákveðin atriði í höggstöðunni.