
NESVÖLLUR - ÆFINGASVÆÐI
Á sumrin fer meginhluti kennslunnar fram á hinu glæsilega æfingasvæði við Nesvöll. Svæðið er einstakt á landsvísu og þar er hægt að fá kennslu í öllum helstu höggum og aðstæðum sem geta komið upp á golfvellinum.
Sveiflukennsla fyrir lengri högg fer oftast fram í sérstöku lokuðu kennslurými sem veitir bæði næði og skjól fyrir veðri og vindum. Á svæðinu eru einnig þrjár vel hannaðar æfingaflatir sem henta einstaklega vel til æfinga í púttum, vippum og glompuhöggum.
Einn helsti kostur svæðisins er möguleikinn á að slá allt að 80–90 metra högg af náttúrulegu grasi inn á raunverulega flöt. Slík aðstaða veitir mun betri endurgjöf en högg sem eru slegin af gervigrasmottu út á hefðbundið „driving range“.
Bókaðu tíma núna

Staðsetning
Austurströnd 5, Seltjarnarnes 170, Ísland