a

NESVELLIR - INNIAÐSTAÐA

Öll golfkennsla hjá mér á veturna fer fram í inniaðstöðu Nesklúbbsins sem heitir Nesvellir og er staðsett á Austurströnd 5, 170 Seltjarnarnesi.

Nesvellir er æfingaaðstaða í hæsta gæðaflokki hérlendis. Þar er að finna sex Trackman golfherma sem greina helstu áhrifavalda boltaflugsins á nákvæman hátt, og veita þannig dýrmæta endurgjöf um það sem er að gerast í höggstöðunni.

Áhugasamir geta lesið meira um hvað tölurnar í Trackman þýða á heimasíðu Trackman. Ég mæli sérstaklega með að skoða attack angle, club path, face to path, low point, impact height og impact offset.

Á Nesvöllum er einnig stór gervigrasflöt þar sem er hægt að æfa bæði vipp og pútt, ásamt góðri lyftingaraðstöðu þar sem er hægt að þjálfa styrk og aðra líkamlega eiginleika sem skipta máli í golfi.

Bókaðu tíma núna

0
    0
    Karfa
    Karfan er tóm