a

SAMFÉLAGSMIÐLAR

Á samfélagsmiðlum er að finna gríðarlegt magn efnis um golf og golfkennslu, misjafnlega vandað og gagnlegt. Hér að neðan hef ég tekið saman nokkra aðila sem ég mæli sérstaklega með að fylgjast með.

Adam Young er virtur golfkennari og höfundur metsölubókarinnar The Practice Manual – The Ultimate Guide for Golfers. Hann er þekktur fyrir að fjalla um golfkennslu út frá sjónarhóli hreyfináms og færniþjálfunar, frekar en að þjálfa kylfinga í eina „rétta“ sveiflu. Aðferðafræði hans byggir á því að kylfingar öðlist dýpri skilning á áhrifum kylfunnar á boltann og tileinki sér fjölbreyttar leiðir til að þróa sinn leik. Með þessari nálgun hefur hann hjálpað þúsundum kylfinga um allan heim að bæta árangur sinn á einfaldan og skilvirkan hátt. Adam Young heldur úti hlaðvarpinu The SweetSpot – Golf Podcast með Jon Sherman sem ég mæli virkilega með að allir kylfingar hlusti á.

Jon Sherman - Practical golf

Jon Sherman er höfundur bókarinnar The Four Foundations of Golf og stofnandi vefsíðunnar Practical Golf. Hann sérhæfir sig m.a. í leikskipulagi og hugarfari kylfinga og hefur hjálpað þúsundum áhugakylfinga að lækka forgjöfina með bættum leikskilning fremur en flóknum tæknibreytingum. Jon Sherman heldur úti hlaðvarpinu The SweetSpot – Golf Podcast með Adam Young sem ég mæli virkilega með að allir kylfingar hlusti á.

Scott Fawcett - Decade golf

Scott Fawcett er stofnandi Decade Golf, kerfis sem hefur er hannað til að hjálpa kylfingum með ákvarðanatöku og leikskipulag á vellinum. DECADE kerfið byggir á greiningu á töfræði frá PGA mótaröðinni og kennir kylfingum að velja skynsamlegustu lausnirnar í hverri stöðu, lágmarka áhættu og nýta líkurnar sér í hag. Með því að færa áhersluna frá huglægu tilfinningamati yfir í gagnreynda ákvarðanatöku hefur Fawcett hjálpað mörgum af fremstu kylfingum heims að ná nýjum hæðum í sínum leik.

Dr. Luke Benoit

Dr. Luke Benoit er PGA golfkennari, fræðimaður og stofnandi Ryp Golf. Hann er með doktorsgráðu í hreyfingarfræði (motor learning og biomechanics), sem gerir nálgun hans einstaka í golfkennslu. Hann er höfundur Rypstick-kerfisins, sem notað er af fjölmörgum atvinnukylfingum á PGA mótaröðinni. Með vísindalega studdri kennslu og markvissri þjálfun hjálpar hann kylfingum að þróa skilvirkari hreyfingar, bæta leik sinn og ná varanlegum árangri á vellinum.

Lou Stagner - Golf stat pro

Lou Stagner er einn þekktasti tölfræðisérfræðingur í golfheiminum. Hann deilir reglulega fróðlegum og skemmtilegum greiningum á tölfræði úr golfi og hjálpar kylfingum að skilja betur hvað raunverulega skiptir máli í leiknum. Með einföldum útskýringum og skemmtilegri nálgun hefur hann hjálpað mörgum að bæta ákvarðanatöku og stjórna væntingum sínum á vellinum.

Mike Carroll - Fit for golf

Mike Carroll er styrktarþjálfari og stofnandi Fit For Golf. Hann sérhæfir sig í þjálfun kylfinga og deilir reglulega hagnýtum æfingum og ráðum til að auka styrk, hreyfanleika og sveifluhraða. Með einfaldri og markvissri nálgun hjálpar hann kylfingum á öllum getustigum að bæta leik sinn. Hann heldur einnig úti skemmtilegu hlaðvarpi sem heitir Fit For Golf, þar sem fjallað er um flest sem skiptir máli í golfi, heilsu og þjálfun. Þættirnir koma út reglulega og einkennast af skemmtilegum spjöllum við ýmsa fræðimenn og þjálfara.

0
    0
    Karfa
    Karfan er tóm