a

HEIMASÍÐUR

Á netinu er að finna fjöldann allan af heimasíðum með fræðandi efni fyrir þá sem vilja kafa dýpra í hin ýmsu fræði tengd golfinu. Hér hef ég tekið saman nokkrar af mínum uppáhalds síðum sem bjóða upp á frábærar upplýsingar og áhugaverðan fróðleik, meðal annars um fræðin á bak við boltaflugið og hreyfingar líkamans í golfsveiflunni. Fullkomið fyrir þá sem vilja taka sér tíma í að skilja leikinn enn betur.

Hefurðu einhvern tímann velt því fyrir þér af hverju boltinn fer ekki þangað sem þú ætlar honum? Af hverju hann slice-ar, hook-ar, flýgur of hátt, of lágt, eða missir kraftinn sem þú heldur að sé í sveiflunni? Hjá TrackMan University færðu svörin. Þar er að finna ítarlega fræðslu um höggstöðuna og boltaflugið, sem hjálpar þér að skilja nákvæmlega hvað er að gerast í högginu. Þú lærir hvernig mismunandi breytur eins og sveifluferill (e. club path), stefna kylfuhauss (e. face angle) og högghorn (e. attack angle) hafa bein áhrif á það hvert boltinn fer. Að mínu mati er eitt það besta sem kylfingar geta gert til að bæta leik sinn að gefa sér tíma til að læra fræðin á bak við boltaflugið, og Trackman University er einn besti staður sem þú finnur til þess.

Titleis Performance Institute

TPI stendur fyrir Titleist Performance Institute og er eitt þekktasta þjálfunar- og fræðslusetur í golfheiminum. Þar er lögð sérstök áhersla á tengslin milli líkama og sveiflu og hvernig hreyfigeta, styrkur og stöðugleiki hafa áhrif á árangur á vellinum. Á heimasíðu TPI finnurðu fullt af frábæru efni fyrir kylfinga og þjálfara. Þar eru greinar um líkamsbeitingu í sveiflunni, myndbönd með góðum ráðum og æfingar sem hjálpa þér að bæta leikinn. Ef þig langar að læra meira um hvernig líkaminn tengist sveiflunni, þá er þetta klárlega síða sem vert er að kíkja á.

0
    0
    Karfa
    Karfan er tóm